Alþingi fær 140 þúsund undirskriftir

Þessa dagana fylgjast náttúruverndarsinnar um alla Evrópu með því hvað er að gerast á íslenska þinginu. Þetta er fólk sem er umhugað um brothætt vistkerfi heimsins og það kallar eftir því að útgáfa leyfa fyrir laxeldi í opnum sjókvíum verði hætt og þau leyfi sem þegar hafa verið gefin út verði afnumin í áföngum,“ segir Ryan Gellert, framkvæmdastjóri hjá bandaríska útivistarvöruframleiðandanum Patagonia.

Nú hafa tæplega 140 þúsund manns víðs vegar úr Evrópu skrifað undir áskorun um að laxeldi í … Read more

Rúmlega 10.000 undirskriftum skilað til Umhverfisráðherra

Kærar þakkir fyrir að styðja við Á Móti Straumnum undirskriftasöfnunina. Stuðningur ykkar sýnir íslenskum stjórnvöldum að laxeldi í opnum sjókvíum er ekki velkomið í óspillta firði landsins.
Í vikunni hittu fulltrúar NASF á Íslandi Umhverfisráðherra og afhentu honum undirskriftarlista Á Móti Straumnum. Einnig var rætt um nauðsyn þess að: (1) stöðvun yrði á stækkun iðnaðarins þangað til frekari rannsóknir hafa verið gerðar, (2) stóraukið eftirlit stjórnvalda yrði með iðnaðinum, er snýr að slysasleppingum, erfðablöndun, laxalús, notkun á lyfjum og Read more