Rúmlega 10.000 undirskriftum skilað til Umhverfisráðherra

Kærar þakkir fyrir að styðja við Á Móti Straumnum undirskriftasöfnunina. Stuðningur ykkar sýnir íslenskum stjórnvöldum að laxeldi í opnum sjókvíum er ekki velkomið í óspillta firði landsins.
Í vikunni hittu fulltrúar NASF á Íslandi Umhverfisráðherra og afhentu honum undirskriftarlista Á Móti Straumnum. Einnig var rætt um nauðsyn þess að: (1) stöðvun yrði á stækkun iðnaðarins þangað til frekari rannsóknir hafa verið gerðar, (2) stóraukið eftirlit stjórnvalda yrði með iðnaðinum, er snýr að slysasleppingum, erfðablöndun, laxalús, notkun á lyfjum og eiturefnum, (3) beina iðnaðinum í umhverfisvænni átt með því að veita fyrirtækjum sem stunda eldi í lokuðum kvíum og á landi efnahagslega hvata til uppbyggingar á Íslandi. Umhverfisráðherra var sammála mörgum þeim rökum sem NASF hafði fram að færa.
Við getum þó ekki hætt núna! Hjálpið okkur með því að deila innleggjum okkar og hvetjið vini og fjölskyldu til að skrifa undir átakið: Taktu afstöðu!